Júlíana-13.jpg

Hver er þessi kona?

Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir útskrifaðist með BA gráðu í leiklist frá Copenhagen International School of Performing Arts árið 2019. Hún kláraði síðan MA gráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2021.

Júlíana hefur tekið að sér ýmis verkefni á sviði sviðslista síðan þá. Hún skrifaði m.a leikverkið Humours sem var sýnt í Frystiklefanum á Rifi og leikverkið Villt sem var sýnt á Reykjavík Fringe. Hún er einnig annar stofnandi leikhópsins Flækju og hefur skrifað, leikstýrt og framleitt þrjú barnaleikrit á vegum þess leikhóps. Júlíana er um þessar mundir starfandi verkefnastóri Grímunnar og Leynileikhússins.